Forsíða

Um vefinn

 

Í þó nokkur ár hef ég skrifað örsögur sem byggja á reynslu minni í gegnum tíðina. Skrifin hafa veitt mér mikla ánægju og ég hef þegið ómælda aðstoð frá vinum við gerð þeirra. Minningar skapa ákveðin hughrif sem túlka má í orðum. Og síðan hefst nostrið – aftur og aftur er maður knúinn til að breyta uppbyggingu sagnanna og lagfæra textann. Einstaka sinnum tekst svo (vel) til að lokaútgáfa sögunnar er mjög ólík frumgerðinni.

Það má segja að Vefur Hallgríms sé fyrst og fremst spunninn til að koma örsögunum á framfæri. Hvort þær munu liggja þar óhreyfðar eður ei verður að koma í ljós. Það er síst verri kostur en að koma þeim út í kveri sem rykfellur hjá þeim sem slysast til að kaupa þær.

Úr því að vefurinn fer núna í loftið þá er ekki úr vegi að láta fylgja með nokkur önnur atriði sem ég hef staðið að. Hér eru nokkur myndbönd með söng mínum og annarra svo og leikverk sem ég hef samið með Árna Blandon. Einnig eru á vefnum skástu pistlarnir sem ég hef fengið birta í dagblöðum svo og pistlar sem birst hafa á vefmiðlinum STUNDIN. Loks má telja hugleiðingar mínar um allt og ekki neitt sem munu birtast af og til.


Þetta olíumálverk gaf Höskuldur Björnsson listmálari móður minni þegar ég fæddist.
Pjakkurinn er að vinna í garðinum hennar mömmu.